Hvert teymi vinnur á sinn hátt. Sum verkefni þurfa allt hönnunar- og þróunarferlið frá upphafi til enda, á meðan önnur þurfa samstarfsaðila sem getur stigið inn og unnið hratt með þeim verkfærum og ferlum sem þegar eru til staðar. Hér eru nokkrar leiðir sem við vinnum yfirleitt með viðskiptavinum og samstarfsaðilum, ásamt dæmum um verkefni sem við höfum unnið að.
Við vinnum oft með hönnunar- og vefstofum sem þurfa aukna hönnunargetu eða reyndan aðila til að taka ábyrgð á hluta verkefnis. Við tengjumst beint við verkfæri og vinnuferla – Figma, Slack, Notion, Jira eða hvaða kerfi sem notað er. Við bjóðum upp á skýrleika, hraða og gæði án þungra innleiðinga. Hvort sem um ræðir vöruþróun, lítið vefverkefni eða hönnunarkerfi vitum við hvernig á að vinna innan teymis og bæta virði án óþarfa flækju.
Fyrir teymi sem þurfa stöðugan hönnunarstuðning bjóðum við sveigjanlegt, langtímasamstarf. Þetta getur verið ákveðinn fjöldi klukkustunda á mánuði, stuðningur við endurtekna spretti eða regluleg þróunarverkefni. Við vinnum áfram með teyminu þínu og tryggjum að verkefnin haldi áfram að þróast. Þetta er kjörinn kostur fyrir SaaS verkefni viðskiptavina sem vilja áreiðanlegan samstarfsaðila án þess að ráða inn hönnunarteymi of snemma.
Þegar verkefni krefjast meira en bara hönnunar bjóðum við upp á heildarferli sem felur einnig í sér forritun. Við afhendum vandaða hönnun á notendaupplifun og viðmóti, studda af þróunarteymi sem getur innleitt lausnina – hvort sem er með framendaþróun eða í samstarfi við forritara. Við vinnum með hönnunarkerfi og endurnýtanlegar einingar sem minnka bilið milli hönnunar og forritunar. Þetta hentar sérstaklega sprotafyrirtækjum og teymum sem vilja komast hratt áfram.
Við vinnum með teymum sem vilja endurhugsa eða endurbæta vöruna sína. Hvort sem appið er orðið gamaldags, UX-ið virkar ekki lengur eða viðmótið þarfnast endurnýjunar, þá færum við skýrleika í hvað á að halda og hvað þarf að breytast. Ferlið okkar felur í sér að greina núverandi upplifun, finna hraðar umbætur og langtímalausnir og afhenda nútímalegt, skýrt viðmót sem bætir notagildi og árangur án þess að raska helstu virkni vörunnar.
Við vinnum mikið með stofnendum og stjórnendum að því að hanna SaaS kerfi sem eru skýr, stækkanleg og notendavæn. Við getum tekið þátt á öllum stigum ferlisins, hvort sem það er í upphafi hugmyndavinnu eða síðar í þróuninni, með því að skilgreina flæði, setja upp prótotýpur og hanna viðmót sem eru bæði skýr og aðlaðandi. Við leggjum áherslu á hönnunarkerfi sem geta stækkað auðveldlega og tryggja að varan sé aðgengileg fyrir notendur, stjórendur og þróunarteymi.
Við hönnum markaðsvefsíður sem líta vel út, segja réttu söguna og eru einfaldar í notkun. Hvort sem er nýtt vörumerki, lendingarsíða eða fréttavefur, leggjum við áherslu á skýra uppbyggingu og forgangsröðun. Við vinnum með þróunarteymum og innleiðum í CMS-kerfi til að tryggja hnökralausa innleiðingu og hönnum lausnir sem virka á öllum tækjum. Markmið okkar er að afhenda vefi sem skila árangri, þróast auðveldlega og styrkja vörumerkið.
101 Hótel
AP Media
Airmango
America’s Test Kitchen
ArcSpan
Aurum
Boston Common Press
BrandRank.ai
Byggiðn
CentricPark
Dexter lögmenn
Dorado
Evvnt
Fabrikan
Faxaflóahafnir
FIT
Frimann
Gott Fólk McCann
Gravoc
Hafnarborg
Happdrætti
DAS
HF Verðbréf
Hvíta Húsið
InsideTracker
Joyraft
Jónsson & Lemacks
Keldan
Landform
Massachusetts Eye and Ear
Menntasjóður Námsmanna
Metall
MortgageCoach
Myndlistaskólinn í Reykjavík
North Sailing
Pipar
Plánatan
ReMax
SIBS
Samiðn
Steinsteypir
TTMYS
UN Women
University Centre of the Westfjords
Vert Markaðsstofa
Vinnustofa Atla Hilmarssonar
Volvo
Zoo Media London
Íbúðalánasjóður
Íslenska Auglýsingastofan
Íslenski Dansflokkurinn
YAY!
Örn Smári sf